Skjólborð, pallar, hús og fl.

Hagverk hefur smíðað skjólborð á hversskonar vörubifreiðar frá litlum pallbílum til stærri vörubifreiðar. Ekki bara skjólborð heldur einnig öfluga palla eða heil hús og þá einna helst úr álprófílakerfi. Einnig höfum við sett krana á og krókheysi ásamt því að sérsmíðum ýmsar tækjalausnir fyrir íslenskar aðstæður. Segja má að við þjónustum og breytum bílum, stórum og smáum,  og tækjum viðskiptavina eftir þörfum.

Handrið

Hagverk hefur langa reynslu af gerð handriða úr stáli og ryðfríu. Við leggjum áherslu á sérsmíði hvers skonar og getum boðið allt frá einum handlista til heildarlausna. Hagverk flytur inn vandað handriðaefni og útfærir hugmyndir viðskiptavina sinna ásamt því að setja upp og ganga frá. Við höfum mikla reynslu að hverskonar útfærslum er kemur að handriðum og breytir engu hvort um sé að ræða innanhús eða úti. Við höfum útfært og smíðað handrið fyrir hverskonar svalir, stiga og sem skjólveggi.

Ruslapressur

Hagverk hefur frá árinu 2000 flutt og þjónustað hinar öflugu ruslapressur frá sænska framleiðandanum NVA. Þær koma í ýmsum stærðum allt frá litlum pressum til stærri lausna sem við getum svo smíðað ýmsar útfærslur við.  Má þar nefna handpressuna NP10 svo og NP100 eins og sjá má á mynd hér til hliðar. Ekki hika við að hafa samand ef ykkur vantar öfluga og góða ruslapressu og aðrar útfærslur þar tengdar.

Handriðafittings

Við hjá Hagverk höfum langa reynslu af gerð handriða úr stáli og ryðfríu. En við flytjum einnig inn og seljum fjöldann allan af festingu, klemmum, skrúfum og fleira fyrir uppsetningu á handriðum. Hjá okkur má finna allt sem þarf til að setja upp handrið hvort sem er inni eða úti.

Scroll to top